12.9.2006 | 12:25
SAGA BÍTLANA
og samdi sitt fyrsta lag, fyrir utan lag sem hann samdi með John Cry For A Shadow, og annað lag sem hann samdi með Paul In The Spite Of All The Danger.
Bítlarnir tóku ekki nærrum því öll sín lög á tónleikum eitt af því var Little Child, stutt lag eftir Paul og John, lagið endist í 1 mín. og 54 sek,., bítlunum líkaði hreinlega bara ekki við lagið. Næsta lag á plötuni var Till There Was You, móðir Pauls hafði dáið þegar hann var fjórtán ára og hún hafði mjög gaman að söngleikjum, sérstaklega The Music Man, Till there was you var úr því leikriti, ég vil taka það fram að John hataði lagið. Hold Me Tight er lag eftir McCartney, nokkurn vegin eftir John að ýmsu leiti, hann fínpússaði textan og breytti laglínuni aðeins. I wanna be your man var skrifað fyrir Rolling Stones, því þeim vantaði lag á nýju smáskífu sín, nánar tiltekið þá fyrstu. John og Paul fengu símtal frá umboðsmanni Rollingana og vildi fá þá tila að semja lag og John og Paul sömdu lagið fyrir Stones beint fyrir framan nefið á þeim. Not A Second Time var lag sem varð ekki það vinsælt, ekki þeirra besta lag heldur, en þeir höfundar John og Paul voru líka svolítið að flýta sér með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 12:23
SAGA QUEEN
Brian May hefur sagt að honum hafi þótt nafnið Queen alveg hörmulegt til að byrja með en sættist á það eftir að hann fann hvað það festist í huga fólks, honum hafði líka alltaf þótt The Beatles ömurlegt nafn
Hljóðfæraskipan var til að byrja með þannig að Freddie söng og spilaði stundum á píanó, Roger spilaði á trommur og söng líka með, Brian spilaði á gítar og söng síðan líka með.
Fram í janúar 1971 voru margir bassaleikarar í hljómsveitinni en þá kom John Deacon fram á sjónarsviðið, hann fullkomnaði hljómsveitina að mati hinna, mjög góður bassaleikari og þar að auki var hann ekki þess líklegur að reyna stela senunni á tónleikum. Hljómsveitin tók sér nokkurra mánaða frí til að æfa og tók síðan til við að spila aftur, þeir spiluðu aðallega fyrir háskólastúdenta í London til að byrja með.
Fyrsta tækifæri hljómsveitarinnar kom þegar þeir voru fengnir til að prufa nýtt hljóðver, þar gátu þeir búið til prufuupptökur sem þeir sendu til sem flestra útgáfufyrirtækja. Að lokum fékk Queen samning við Trident Music sem sá um upptökurnar en síðan gaf EMI út plöturnar. Fyrsta plata Queen var tekin upp 1971-72 og síðan gefin út í júlí 1973, hún var einfaldlega kölluð Queen. Fyrsta platan vakti ekki gríðarlega athygli en í kjölfarið varð Queen upphitunarhljómsveit fyrir Mott the Hoople sem var frægust breskra hljómsveita á þessum tíma.
Queen II kom síðan út snemma árs 1974 og þar var kominn fyrsti smellur Queen, Seven Seas of Rhye. Queen hlaut silfurplötu fyrir Queen II.
Queen II kom síðan út snemma árs 1974 og þar var kominn fyrsti smellur Queen, Seven Seas of Rhye. Queen hlaut silfurplötu fyrir Queen II.
Þrátt fyrir að hafa gefið út þrjár plötur sem höfðu selst vel þá höfðu laun liðsmanna Queen ekki hækkað. Queen réð lögfræðinginn Jim Beach til að leysa sig frá samningnum við Trident. Eftir langar samningaviðræður þá slapp Queen en ekki án þess að þurfa að borga Trident miklar fjárhæðir. Queen samdi næst beint við EMI með aðstoð nýja umboðsmannsins John Reid. Fjórða plata Queen gerði þá endanlega að stóru nafni í tónlistarsögunni, A Night at the Opera innihélt lagið Bohemian Rhapsody sem hefur oft verið valið besta lag allra tíma og er það án vafa. A Night at the Opera var einhver dýrasta plata sem gefin hafði verið út. Platan hófst á kveðju til Norman Sheffield sem var yfirmaður Trident, þó að það standi ekki beint þá er undirtitill lagsins Death on two Legs "tileinkað...". Greinilegt hatur Freddie á Sheffield kemur fram í laginu, hann er kallaður holræsisrotta, hákarl og fleira. Sheffield íhugaði að fara í mál en hætti við (líklega borgaði EMI honum pening fyrir að hætta við það).
Bohemian Rhapsody setti breskt met sem stendur ennþá, 9 vikur í fyrsta sæti á listanum yfir söluhæstu smáskífurnar (Bo Rhap var líka í efsta sætinu í desember sem sýnir hve mikið seldist af laginu).
Líklega komu mestu áhrif Queen á tónlistarsöguna fram í tengslum við Bohemian Rhapsody. Queen hafði verið bókuð svo mikið að þeir komust ekki í þáttinn Top of the Pops, þeir ákváðu því að búa til myndband við lagið sem yrðu spilað í staðinn. Myndbandið við Bohemian Rhapsody er eitt fyrsta tónlistarmyndbandið sem hefur meiri frumleika en það að taka upp hljómsveit á sviði og það varð til þess að tónlistarmyndbönd komust á kortið.
Þann 18da september 1976 sló Queen met Rolling Stones í áhorfendafjölda á ókeypis tónleikum í Hyde Park, milli 150-200 þúsund manns komu þangað til að sjá Queen. Tónleikarnir voru haldnir sem þakkartónleikar en dagsetningin var ekki tilviljun, fimm ára dánarafmæli Jimi Hendrix.
Fyrsta desember 1976 hafði Queen átt að koma fram í BBC en komst ekki og í staðinn sendi EMI nýjustu hljómsveit sína í þáttinn. Sex Pistols hneykslaði Breta þetta kvöld og varð stórfræg fyrir fúkyrðaflauminn [dásamlegt orð].
A Day at Races var gefin út í desember 1976, platan sett met sem mest fyrirframpantaða platan frá EMI (EMI var plötufyrirtæki Bítlana þannig að það er stórt met).
Pönkið var komið af stað og Queen var stimpluð "búin að vera", Queen brást lítið við, eina sem hægt er að sjá að hafi komið í kjölfar pönkhættunar er að þeir settu gamla lagið Sheer Heart Attack á nýjustu plötu sína News of the World. Ef maður heyrir lagið Sheer Heart Attack þá gæti maður haldið að það hefði verið samið fyrir áhrif frá pönkinu en í raun var lagið samið á sama tíma og platan Sheer Heart Attack var tekin upp.
Tvö lög af News of the World, sem kom út 1977, þekkja allir, We are the Champions og We Will Rock You, þau voru yfirleitt spiluð saman og mynda í margra augum órjúfanlega heild. Það var samt ekki ætlun Queen heldur eitthvað sem útvarpsstöðvar fundu upp.
Jazz kom út 1978 og þar voru meðal annars lögin Bicycle Race og Don't Stop Me Now. Myndbandið sem Queen tók upp við Bicycle Race varð frægt, 50 naktar konur tóku þátt í hjólreiðakeppni
The Game kom út í byrjun árs 1980 á þeirri plötu var einn stærsti smellur Queen í Bandaríkjunum Another One Bites the Dust
Seinna á árinu 1980 gaf Queen út Flash Gordon sem inniheldur tónlist úr myndinni, platan seldist ekki mikið enda ekki algengt að slíkar plötur slái í gegn.
Queen gaf út Greatest Hits árið 1981 en sú plata var ein fyrsta plata sem hét því nafni og innihélt bara smelli (hits) og enginn aukalög.
Hot Space kom út 1982, hún var mjög "óQueenleg", hljómsveitin að skoða nýjar leiðir og aðdáendurnir voru ekki hrifnir. Á Hot Space var líka lagið Under Pressure sem var gert í samvinnu við David Bowie, það var síðasti smellur Queen í Bandaríkjunum á meðan Freddie var á lífi. Myndbandið við Under Pressure var bannað í Bretlandi vegna þess að þar sáust sprengingar frá Norður-Englandi og myndbandið við Body Language var bannað í Bandaríkjunum af því að þar sáust fáklæddir kvenmenn.
The Works kom út 1984 og þar slógu lögin I want to Break Free og Radio Ga Ga í gegn, frábært myndband við fyrrnefnda lagið hjálpaði því gífurlega en af einhverjum stórfurðulegum ástæðum var myndbandið bannað í MTV í Bandaríkjunum.
Árið 1985 var stórt ár fyrir Queen, spiluðu fyrir c. 250.000 manns í einu á Rock in Rio hátíðinni, þetta er að öllum líkindum stærsti mannfjöldi sem nokkur ein hljómsveit hefur spilað fyrir. Stærsti sigur Queen hefði hugsanlega aldrei komið til ef Spike Edney, sem spilaði á hljómborð á tónleikum með þeim, hefði ekki verið vinur Bob Gedolfs. Bob Gedolf var að skipuleggja stóra góðgerðtónleika og bauð Queen að spila þar en hljómsveitin var í fríi árið 1985 og hafnaði boðinu. Geldof gafst ekki upp heldur sendi Spike Edney til að sannfæra þá og það tókst. Queen fór ekki Live Aid til að kynna nýtt efni heldur til að gera Spike Edney greiða og í þeim anda þá heimtuðu þeir ekki besta tímann heldur tóku því sem bauðst. Það getur enginn neitað því að Queen og sérstaklega Freddie áttu tónleikana. Bob Geldof orðaði það seinna: "þetta var fullkomið svið fyrir hann, allur heimurinn".
Eftir Live Aid gaf Queen út One Vision sem kom síðan í myndinni Iron Eagle. Í september 1985 byrjaði Queen að vinna lög fyrir mynd Russell Mulcahy, Highlander. Lögin eftir Queen sem voru notuð í myndinni voru; A Kind of Magic, Princes of the Universe, One Year of Love, Who Wants to Live Forever og Gimme the Prize og þar að auki er lagið Don´t Lose Your Head greinilega samið fyrir myndina þó það hafi ekki verið notað. Queen tók þá ákvörðun að gefa ekki út lögin eins og þau komu fyrir í myndinni (sum voru bara hálfkláruð) heldur vinna þau áfram í fullbúin lög. A Kind of Magic var gefin út mitt ár 1986 og innihélt Highlander lögin og þar að auki One Vision, Friends will be Friends og Pain is so Close to Pleasure.
Til að fylgja eftir A kind of Magic lagði Queen í tónleikaferð sem var ekki stór af því að hún kom við á mörgum stöðum heldur var hún stór af því að það var spilað fyrir yfir milljón manns á rúmum tveim mánuðum. Einhvern tíman í ferðinni datt Freddie í hug að það væri flott ef hann kæmi inn á sviðið í krana. Krana var komið fyrir og Freddie gerði tilraun til að fara upp í honum á æfingu en hafði gleymt smáatriði, að hann var gífurlega lofthræddur, þegar Freddie kom niður leið honum ekki vel og kallaði kranahugmyndina heimskulega.
The Magic Tour fór líka bak við Járntjaldið og Queen spilaði á leikvangi í Búdapest, það voru sögulegir tónleikar, fyrsta skipti sem stór rokkhljómsveit hélt stóra tónleika í Austur-Evrópu. Búdapesttónleikarnir voru kvimyndaðir að gefnir út seinna undir titlinum frumlega Live in Budapest.
Það var ákveðið að spila bara þrisvar sinnum á Englandi á Wembley í London og í Manchester en af því að allir tónleikarnir gengu svo vel þá var ákveðið að bæta við einum tónleikum. Það var of seint til að fá Wembley aftur þannig að Queen spilaði í Knebworth Park fyrir framan 140.000 manns sem borguðu sig inn og og líklega 50.000 í viðbót sem laumuðust þangað líka, það var lítið gert í miðavörslu. Áhorfendafjöldinn og umferðarteppan var svo gífurleg að Queen þurfti að ferðast þangað með þyrlu. Stærstu tónleikar Queen voru líka síðustu tónleikar þeirra með Freddie.
Queen tók sér frí 1987 og hver vann að sínu efni nema John sem slappaði bara af. Árið 1988 byrjaði Queen að vinna að The Miracle. The Miracle kom út árið 1989 og í anda þeirrar ákvörðunnar að skrifa öll lögin á Queen í heild sinni þá var umslagið 4 andlit sameinuð í eitt. Í fyrsta sinn í sögu Queen þá var ekki farið í tónleikaferð, það var að sjálfsögðu Freddie sem sá sér ekki fært að fara vegna veikinda sinna. Þó að Queen færi ekki í tónleikaferð þá tók hljómsveitin sér ekki frí heldur byrjaði á öðru albúmi.
Árið 1990 kom út myndband sem sýndi Queen á tónleikum í gegnum tímann Rare Live: A Concert Through Time and Space. Sama ár kom líka út albúmið Queen at the Beeb sem inniheldur upptökur af Queen á BBC í upphafi ferilsins. Freddie kom í síðasta sinn opinberlega fram árið 1990, Queen var valinn hljómsveit 9da áratugarins og til að sýna þakklæti sitt tóku þeir við verðlaununum í eigin persónu. Á þessum upptökum sést vel hve veikur Freddie var orðinn, grannur og fölur.
Innuendo kom út í febrúar 1991 og fór beint í fyrsta sætið í Bretlandi. Queen tók sér tíma árið 1991 til að fara aftur til Montroux og taka upp síðustu lög sín með Freddie. Þann 28da Október 1991 gaf Queen út Greatest Hits II sem fór beint í fyrsta sætið í Bretlandi.
Almenningur var byrjaður að líta á það sem staðreynd að Freddie væri sýktur af alnæmi og það kom því ekki á óvart þegar það kom tilkynning frá fulltrúum hans að hann væri með alnæmi þann 23. nóvember. Það kom hins vegar á óvart að strax daginn eftir þá lést Freddie Mercury úr lungnabólgu sem var óviðráðanleg vegna alnæmis.
Queen endurútgaf Bohemian Rhapsody stuttu eftir dauða Freddie og á b-hliðinni var lagið These are the Days of our Lives. Smáskífan fór á toppinn og í annað skipti þá réð Bohemian Rhapsody fyrsta sætinu yfir jólin. Ágóðinn fór til styrktar rannsóknum á alnæmi. Þegar Brit verðlaunahátíðin var haldin 1992 vann Queen hver verðlaunin á fætur öðrum og þegar Roger tók við verðlaunum fyrir hönd Freddie þá tilkynnti hann áætlanir sínar um Minningartónleika um Freddie.
Þann 20. apríl voru Minningartónleikarnir um Freddie haldnir á Wembley, allur ágóðinn fór í Mercury/Pheonix sjóðinn sem var stofnaður í minningu Freddie (Pheonix eða Fönix er fuglinn sem sést á skjaldarmerki Queen).
Án efa þá var þetta tónlistarviðburður 10da áratugarins á sama hátt og Live Aid var það á áratugnum á undan. Stærsti nöfnin í rokkinu voru þarna, vinir Queen og Freddie. Fjöldi þeirra sem sáu tónleikana um allann heim það gríðarlegur að það þurfti að telja hann í milljörðum. Árið 1995 kom síðasta alvöru albúm Queen, Made in Heaven, upptökur sem Freddie hafði skilið eftir sig fullunnar af Brian, Roger og John.
Árið 1997 gáfu Roger, John og Brian út lag til minningar um Freddie sem hét No one but (only the good die young). Lagið kom síðan út á safnplötunni Queen Rocks sem inniheldur helstu rokklög Queen. Sama ár fluttu eftirlifandi meðlimir Queen The Show Must go on með Elton John í París á samkomu sem var haldin til minningar um fórnarlömb alnæmis.
Árið 1999 kom út Greatest Hits 3 með Queen og hún hefur hingað til selst ágætlega og remixið af Under Pressure hefur hlotið vinsældir.
Í apríl 1999 staðfestu Roger og Brian það að þeir myndu vinna saman að nýjum upptökum. Í lok árs 1999 var Bohemian Rhapsody valið besta lag árþúsundsins í stærstu könnuninni af þeirri tegund sem fór fram. Queen var valinn næstbesta hljómsveitin (á eftir Bítlunum)og Freddie var einn af tíu bestu söngvurum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 12:14
SAGA NIRVANA
Kurt Cobain var söngvari, gítarleikari, laga- og textasmiður hjómsveitarinnar Nirvana, ásamt því að vera umdeildur en jafnframt elskaður leiðtogi sveitarinnar. Kurt fæddist í smábænum Hoquaim þann 20. febrúar 1967. Móðir hans var gengilbeina en faðir hans bifvélavirki. Fjölskyldan flutti brátt til lítils bæjar að nafni Aberdeen.
Á yngri árum sínum var Kurt oft veikur af berkjukvefi og er hann var sjö ára skildu foreldrar hans. Hann varð þá mjög ófelagslyndur og erfiður, hann náði sér aldrei almennilega eftir þetta. Eftir skilnaðinn flutti Kurt á milli ættingja og á tímabili bjó hann undir brú. Á þessu tímabili í æfi sínu kynntist hann Krist(Chris) Novoselic og þeir hlustuðu mikið á breskar hljómsveitir s.s. Sex Pistols. Í gagnfræðaskóla var Kurt lagður í einelti en hann hefndi sæin þó með ýmsum ráðum, Kurt hefur ætíð haft óbeit á skólakerfinu.
Kurt og Krist stofnuðu ótal hljómsveita áður en Nirvana varð að raunveruleika. Í fyrstu lék Kurt gjarnan á trommur en Krist söng og spilaði á gítar. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem Nirvana varð til og aðeins þremur árum seinna fengu þeir sinn fyrsta plötusamning.
Þegar Kurt varð frægari og hjómsveitin vinsælli fór Kurt að hafa áhyggjur af því að þeir væru að laða að vitlausa hópa samfélagsins, þá sem punk-samfélgið hefur óbeit á. Í febrúar 1992 giftist Kurt söngkonunni Courtney Love sem þegar var barnshafsndi. Í ágúst sama ár fæddist dóttir hans sem síðar var skírð Frances. Kurt reyndi að fyrirfara sér sama ár en án árangurs. Þann sjöunda apríl fannst Kurt dáinn á heimili sínu og læknar sögðu hann hafa dáið tveimur dögum áður. Lögreglan telur hann hafa framið sjálfsmorð en fjölmargar sannanir benda til þess að hann hafi verið myrtur og er ég sjálf þeirrar skoðunar.
ar söngvari, gítarleikari, laga- og textasmiður hjómsveitarinnar Nirvana, ásamt því að vera umdeildur en jafnframt elskaður leiðtogi sveitarinnar. Kurt fæddist í smábænum Hoquaim þann 20. febrúar 1967. Móðir hans var gengilbeina en faðir hans bifvélavirki. Fjölskyldan flutti brátt til lítils bæjar að nafni Aberdeen.
Á yngri árum sínum var Kurt oft veikur af berkjukvefi og er hann var sjö ára skildu foreldrar hans. Hann varð þá mjög ófelagslyndur og erfiður, hann náði sér aldrei almennilega eftir þetta. Eftir skilnaðinn flutti Kurt á milli ættingja og á tímabili bjó hann undir brú. Á þessu tímabili í æfi sínu kynntist hann Krist(Chris) Novoselic og þeir hlustuðu mikið á breskar hljómsveitir s.s. Sex Pistols. Í gagnfræðaskóla var Kurt lagður í einelti en hann hefndi sæin þó með ýmsum ráðum, Kurt hefur ætíð haft óbeit á skólakerfinu.
Kurt og Krist stofnuðu ótal hljómsveita áður en Nirvana varð að raunveruleika. Í fyrstu lék Kurt gjarnan á trommur en Krist söng og spilaði á gítar. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem Nirvana varð til og aðeins þremur árum seinna fengu þeir sinn fyrsta plötusamning.
Þegar Kurt varð frægari og hjómsveitin vinsælli fór Kurt að hafa áhyggjur af því að þeir væru að laða að vitlausa hópa samfélagsins, þá sem punk-samfélgið hefur óbeit á. Í febrúar 1992 giftist Kurt söngkonunni Courtney Love sem þegar var barnshafsndi. Í ágúst sama ár fæddist dóttir hans sem síðar var skírð Frances. Kurt reyndi að fyrirfara sér sama ár en án árangurs. Þann sjöunda apríl fannst Kurt dáinn á heimili sínu og læknar sögðu hann hafa dáið tveimur dögum áður. Lögreglan telur hann hafa framið sjálfsmorð en fjölmargar sannanir benda til þess að hann hafi verið myrtur og er ég sjálf þeirrar skoðunar.
Krist(Áður Chris) Novoselic fæddist 16. maí árið 1965. Krist var tékkneskur að uppruna en bjó í Bandaríkjunum. Hann kynntist Kurt þegar Kurt hafði verið rekinn að heiman af móður sinni. Þeir léku saman í fjölmörgum hjómsveitum þar sem að Krist var söngvari og gítarleikari en Kurt trommari en síðar skipti Kurt yfir í sönginn og gítarinn er Krist fór að leika á bassa og þannig var hjóðfæraskipunin enn þegar hjómsveitin sundraðist við andlát Kurts. Krist er nú í hjómsveitinni Sweet 75 en hefur einnig spilað töluvert með Elton John.
Dave Grohl fæddist 14. janúar árið 1969 en hann var aðal-trommari Nirvana. Dave var ekki í Nirvana er þeir tóku upp sína fyrstu plötu, Bleach, en þá var Chad Channing á trommur ef frá er talin "Floyd the barber", "Paper cuts" og "Downer" þar sem Dale Crover barði trommurnar. Dave var afturmóti eini trommarinn við upptökur á Nevermind og In Utero en á Incesticide léku Dale Crover, Danny Peters, Chad Channing og Dave Grohl allir á trommur. Núna er Dave í hjómsveitinni Foo Fighters en ekki lengur sem trommari heldur söngvari og lagahöfundur. Í Foo Fighters er einnig Pat Smear en hann lék stöku sinnum á gítar í Nirvana. Þeir hafa gefið út tvær plötur og þykir tónlistarstíll þeirra svipa til Nirvana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 12:09
Foo Fighters

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 12:05
SAGA PINK FLOYD
![]() |
|
PLÖTUSAFN PINK FLOYD Í HNOTSKURN:
Plötur Pink Floyd:
The Piper at the gates of dawn
1967
A Saucerful of secrets
1968
More 1969
Ummaqumma
1969
Atom heart Mother
1970
Meddle 1971
Obscured by Clouds
1972
The Dark side of the moon
1973
Wish You Were here
1975
Animals
1977
The Wall
1979
The Final Cut- A Requiem for War Dream
1983
A Momentary Laps of Reason
1987
Delicate sound of Thunder
1988
The Divison Bell
1994
Pulse
1995
Is there anybody out there? (TW Live)
2000
Echoes (best of) 2001
Bloggar | Breytt 10.10.2006 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2006 | 14:37
KOMASVO
Koma með einhverjar hugmyndir ég er alveg hugmyndalaus um varðamdoi eikkverjar nýjar færslur !!!!!!!flþví vl!allaveganna krotið í gestabóokina einhverjar sniðugar hugmyndir!!!!!!!! ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2006 | 15:04
MISHEPPNAÐASTA DATE-AUGLÝSING SEM ÉG HEF SÉÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
![]()
|
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 16:09
ATH.!
Ég veit að það eru tvær led zeppelin greinar!Ein er Led zeppelin í hnotskurn fyrir þá sem vilja vita hverjir led zeppelin eru þó það sé svona frekar heimskulegt að vita ekki hverjir þeir eru en þá er það hérna áður en einhverjir handrukkarar lemja þá fyrir fávisku! Svo er hin andskoti detail-uð og þá er það fólk sem þekkir led zeppelin veit að þetta er breskt band og voru stofnaðir í rest 7.áratugsins og það eru fjórir meðlimir í henni og Dead shit/dautt mál!
-Takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 16:01
Saga Led Zeppelin
Meðlimir Led Zeppelin eru fjórir Robert Plant(vocals)Jimmi Page(guitar)John Paul Jones(bass)og John Bonham sér um að lemja á trommurnar! Sérhver þeirra er af mörgum talinn einn sá besti á sínu sviði innan rokktónlistar.
Þegar hljómsveitin The Yardbirds hætti átti hún ennþá eftir að halda
nokkra hljómleika á Norðurlöndum. Þetta var náttúrlega samningsbundið svo það sem Jimmy Page, gítarleikarinn, ásamt Chris Dreja, bassaleikaranum, varð að gera var að hnoða saman hljómsveit til að geta klárað dagskrána. Fljótlega hætti þó Chris Dreja svo Page hóaði í kunningja sinn John Paul Jones, bassaleikara sem hann hafði spilað aðeins með en þeir höfðu báðir verið að spila sem svokallaðir "session" hljómlistarmenn. Þá eru þeir ekki í neinni einni hljómsveit heldur hjálpa hinum og þessum hljómsveitum í hljóðverinu með hljóðfæraleik þegar þær eru að taka upp plötur. Jones hafði einmitt beðið Page um að hafa sig með í hvaða framtíðarverkefnum sem hann kynni að taka sér fyrir hendur svo að hann var meira en reiðubúinn að slá til. Þar með var Page kominn með bassaleikara. Ennþá þurfti Page trommara og söngvara. Page var bent á Robert nokkurn Plant sem þá var að syngja með hljómsveitinni Hobbstweedle. Page fékk Plant til að ganga í hljómsveitina og það var svo Plant sem benti Page á John Bonham, trommara sem hafði á tímabili trommað með Plant í hljómsveitinni The Band of Joy. Eftir nokkra umhugsun ákvað Bonham að ganga í hljómsveitina. Fyrst kölluðu fjórmenningarnir sig The New Yardbirds og spiluðu þá á tónleikunum sem The Yardbirds höfðu áður verið búnir að lofa sig á. Mánuði seinna var því lokið og þá breytti hljómsveitin nafni sínu í Led Zeppelin. Sagan segið að nafnið Led Zeppelin hafi komið frá trommara The Who, Keith Moon, en hann hafi notað frasann: ,,It went down like a lead zeppelin" eða ,,það féll eins og loftfar úr blýi" um misheppnaða tónleika. Nafnið var ekki beint viðeigandi þar sem þetta var byrjunin á einhverjum glæstasta ferli hljómsveitar í rokksögunni.
Led Zeppelin tók upp sína fyrstu plötu í október 1968. Stuttu seinna var hljómsveitin komin með samning við bandarísku plötuútgáfuna Atlantic Records og snemma árið 1969 voru Led Zeppelin komnir af stað í sitt fyrsta bandaríska tónleikaferðalag. Í janúar 1969 kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar sem hét bara Led Zeppelin og komst sveitin strax ofarlega á vinsældalista í Bandaríkjunum og víðar. Fyrsta platan einkenndist af breskum blús sem á þessum tíma var mjög vinsæll eftir að tónlistarmenn eins og John Mayall, Cream og Jeff Beck höfðu gert það gott. Einnig mátti þar heyra áhrif frá þjóðlagatónlist og psychadelicu sem útleggst á íslensku sem skyn-örvandi rokk og er eiginlega hálfgert dópvímu rokk sem hljómsveitir eins og Jefferson Airplane, The Doors og The Grateful Dead hafa meðal annarra gert frægt.Næstu mánuði túraði hljómsveitin stíft um Bandaríkin og England ásamt því að taka upp plötu númer tvö sem hét því frumlega nafni, Led Zeppelin II og kom hún út í október 1969. Þessi plata gerði meira en áður hafði verið gert fyrir "Heavy Metal". Já, það er rétt, tónlistin sem hljómsveitir eins og Megadeth og Metallica hafa gert fræga seinna meir byrjaði m.a. hjá Led Zeppelin en einnig voru Kiss, Deep Purple og síðast en alls ekki síst Black Sabbath mjög atkvæðamikil þegar kom að mótun þessa stíls. Í lögum eins og Whole Lotta Love sem er opnunarlag plötunnar eru Led Zeppelin að nota aðferðir sem seinna einkenndu Heavy Metal. Það eru stutt og síendurtekin gítarriff ásamt því að tónlistin sé gítardrifin, há, þung, mikill ryþmi og gítarinn sé stilltur á sérstakan hátt. Seinni platan var líka mjög vinsæl og gerði mikið til að festa Led Zeppelin í sessi sem eina af bestu rokkhljómsveitum þess tíma.
Áfram hélt hljómsveitin að ferðast um og komu m.a. annars við hér á
Íslandi og spiluðu á goðsagnakenndum tónleikum í Laugardalshöllinni.
Þeir gáfu svo út Led Zeppelin III í október 1970 og þar fór stíll
hljómsveitarinnar að verða auðgreindari og þróaðri. Enn mátti greinilega heyra blúsinn og metalinn sem hafði einkennt hljómsveitina fram að þessu en það var í raun ekki það sem þessi þriðja plata byggði á. Hún byggði meira á kassagítarshljóm og þjóðlaga-rokki ásamt því að hafa flóknari og háþróaðri hljóðfæraleik.
Í nóvember 1971 gaf Led Zeppelin út sína fjórðu plötu sem var ónefnd en bara kölluð Led Zeppelin IV og er hún af mörgum talin hápunktur ferils þeirra og hefur hún selst mest allra platna þeirra. Það skýrist líklega að vissu leyti af því að á henni var vinsælasta og frægasta lag þeirra, Stairway to Heaven, sem enn heyrist reglulega í útvarpi þó að það hafi aldrei verið gefið út á smáskífu. Sú plata er líka stútfull af klassíkerum og líklega sniðugast að byrja á henni ef þú vilt kynna þér
þessa hljómsveit sjálf(ur).Hún byggir í raun á öllu sem Led Zeppelin hafði gert á fyrri plötum og er þannig sú fjölbreyttasta af öllum þeirra
plötum. Hún inniheldur allt frá hinu rólega og þjóðlagarokks-lega Stairway to Heaven til hinna mjög svo rokkuðu Black Dog og When The Levee Brakes ásamt því að hafa hið hressa og gleðilega Misty Mountain Hop sem gerir létt grín af hippum.
Til að styðja plötur III og IV ferðuðust Led Zeppelin menn víða um en þó minna en áður og einbeittu sér þess í stað að því að spila á færri og stærri tónleikum. Síðan drógu þeir sig úr sviðsljósinu og tóku upp
fimmtu plötu sína, Houses of the Holy, sem kom út í mars 1973.
Houses of the Holy var tilraunakenndari en fyrri plötur og á henni
leyfði Led Zeppelin sér að slaka aðeins á og gera rólegri plötu en áður
og áherslan á þessari plötu er meira á þjóðlagarokk og lögin byggð á
melódíum meira en áður þrátt fyrir nokkrar undantekningar. Þeir eru líka með svolítið fönkað lag þarna, The Crunge og annað reggí-legt, DYer Maker. Kannski voru þeir bara að verða uppiskroppa með efni en útkoman samt sú að platan varð fjölbreyttari.
Á túrnum eftir þessa plötu slógu Led Zeppelin hvert aðsóknarmetið á
fætur öðru í Bandaríkjunum. Eftir það tók Led Zeppelin sér hvíld allt
árið 1974. Í febrúar 1975 gáfu Led Zeppelin svo út tvöfalda plötu,
Physical Graffiti sem varð strax mjög vinsæl og var á toppi
vinsældalista báðum megin Atlantshafsins.
Physical Graffiti var eiginlega óræð blanda af ýmis konar stílum og þar virkuðu mörg lög eins og inngangur í nýja tónlistarstefnu fyrir Led
Zeppelin. Þeir fóru líka lengra með marga af þeim stílum sem þeir höfðu verið að fikta við fram að þessu. T.d. er In My Time of Dying djúpur og vel slípaður blús og Down By The Seaside fer með kántrí-ið lengra en áður hafði verið gert.
Hafið var og áætlað langt hljómleikaferðalag í Bandaríkjunum eftir þessa plötu. Það var þó skyndilega stöðvað og öllum tónleikum sem eftir voru aflýst þegar Robert Plant, ásamt eiginkonu sinni, lenti í alvarlegu bílslysi í Grikklandi þar sem þau voru í fríi. Plant eyddi því sem eftir var af árinu í að jafna sig.Vorið 1976 gáfu Led Zeppelin svo út plötuna Presence.
Presence er í raun fyrsta platan þar sem Led Zeppelin fer að fara
áberandi aftur. Það mátti kannski heyra aðeins á Physical Graffiti en
þarna verður það greinlegt. Þrátt fyrir það rokseldist platan en
gagnrýnendur voru ekki jafnánægðir með hana og aðdáendur.
Presence heldur áfram á svipuðum nótum og Physical Graffiti en gerir
ekki jafn vel það sem gert var þar. Á henni eru epísk 10 mínútna löng
lög og þar á milli lög sem virðast vera lítið annað en leiðir til þess
að fylla upp í á milli löngu laganna. Þessi lög eru því ekkert sérstök
og í raun tekst Led Zeppelin ekki að gera nógu góða hluti með epísku
lögin heldur. Það eina nýja sem Led Zeppelin er að gera hér er eiginlega bara að semja lengri lög en þeir eru vanir. Án vafa slapp-asta plata Led Zeppelin.
Það var svo loksins 1977, þá um vorið, sem Led Zeppelin kom aftur til
Bandaríkjanna með túr. Nokkrum mánuðum seinna dó sex ára gamall sonur Plant, Karac, úr sýkingu og þá var túrnum aflýst. Lengi vel eftir það var framtíð Led Zeppelin mjög óljós. Robert Plant eyddi lokum ársins 1977 og byrjun 1978 einn með fjölskyldu sinni. Sumarið 1978 byrjaði hljómsveitin þó að vinna að nýrri plötu. Ári seinna fóru þeir í stutta ferð um nokkur Evrópulönd og í ágúst 1979 spiluðu þeir svo á tveimur stórum tónleikum í Knebwort í Englandi, þeim síðustu sem hljómsveitin spilaði þar í landi. Það var svo loks í september 1979 sem platan In Through The Out Door kom út eftir mikla bið og margar frestanir.
In Through The Out Door var sem betur fer mun betri en Presence og má það kannski að einhverju leyti þakka því að á þessum tíma hafði rokkið breyst og þar með komu nýir áhrifaþættir inn í tónlist Led Zeppelin. Þannig eru hljóðgervlar (sythesizer) að koma inn, en það höndlar Jones mjög vel, og þar að auki breyttar áherslur í trommuleiknum hjá Bonham. Platan er ágætlega fjölbreytt og kynnir nýjar hugmyndir en samt eru Led Zeppelin ekkert hættir að rokka eins og þeir höfðu gert áður. Þannig verður platan ágætis endir á glæstum ferli Led Zeppelin þó að hún hafi ekki alls ekki verið hugsuð þannig.
Þrátt fyrir vesenið sem hafði verið á hljómsveitinni undanfarin ár höfðu
þeir ekki misst tryggð aðdáenda sinna og platan seldist strax vel bæði í Evrópu og Ameríku. Í maí 1980 lagði Led Zeppelin svo stað í ferð um Evrópu sem reyndist vera þeirra síðasta. 25. september 1980 fannst John Bonham látinn en hann hafði kafnað í eigin ælu eftir mikla drykkju.
Led Zeppelin tilkynnti í desember sama ár að hljómsveitin væri hætt þar sem þeir gætu ekki haldið áfram án Bonham. Einhver frægasta, áhrifamesta og besta hljómsveit rokksögunnar var hætt. Tónlist hennar á fáa jafnoka þegar um er að ræða að vera einkennandi fyrir gullöldina svokölluðu og hún setti mark sitt á rokk 8. áratugarins meira en nokkur önnur.
Eftir þetta hófu þeir sem eftir lifðu sólóferil. Þeir hafa komið saman í
örfá skipti til að spila við sérstök tækifæri og hafa þá notið aðstoðar
sonar John Bonham, Jason Bonham, á trommunum. Einnig hafa verið gefnar út safnplötur með tónlist Led Zeppelin á seinni árum og þá nýlegast How the West Was Won árið 2003. Það er frábær tónleikaplata með flottum útgáfum af flestum þeirra bestu lögum. Einnig kom út DVD pakki með tónleikaupptökum á sama tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 15:53
Saga Iron Maiden
Iron Maiden er einhver frægasta en þó umfram allt áhrifamesta metal
hljómsveit allra tíma. Þeir voru hluti af hinni svokölluðu New Wave of
British Heavy Metal (NWOBHM) eða nýju bylgju bresks Heavy Metal, sem
átti sér stað snemma á 9. áratugnum. Þrátt fyrir óumdeilanleg gæði
tónlistar þeirra hefur hljómsveitin alla tíð verið pínulítið
underground þrátt fyrir að vera fremur vel þekkt sem ég held að sé
vegna þess að þeir eru Bretar en ekki Bandaríkjamenn og hafa því ekki
verið með jafn mikinn pening á bak við sig til að kynna sig.
Það eru þó fáar hljómsveitir sem hafa haft jafn ótrúlega mikil áhrif á
stefnu sína og enginn alvöru metaláhugamaður hefur ekki hlustað á þessa
hljómsveit, meira eða minna og það eru örugglega fáar, ef einhverjar,
hljómsveitir sem hafa átt jafn mörg lög sem aðrar hljómsveitir hafa
spilað eða coverað. Í tilefni af því að hljómsveitin er að fara að
spila hér á Íslandi er tilvalið að komast að því hvað er eiginlega svona
frábært við Iron Maiden? Til þess að gera það verðum við að fara yfir
sögu þeirra og skoða helstu plötur þeirra.
Iron Maiden var stofnuð árið 1976 í London af bassaleikaranum Steve
Harris. Fljótlega bættust við Tony Parsons á gítar, Doug Sampson sem
trommari og Paul DiAnno sem söngvari. Hljómsveitin spilaði næstu ár hér
og þar og fékk töluverða spilun í útvarpi í London. Árið 1980 gáfu þeir
svo út sína fyrstu plötu, hina sjálftitluðu Iron Maiden en fyrir hana
kom Dennis Stratton inn í hljómsveitina í stað Tony Parsons á gítar.
Fáar hljómsveitir hafa staðið sig jafn vel með fyrstu plötu sinni. Iron
Maiden platan var ein af þeim fyrstu sem blönduðu saman krafti Heavy
Metals og riffum og viðhorfum pönks sem hafði áhrif á seinni stefnur
s.s. Thrash-, Speed- og Death Metal (sjá www.allmusic.com fyrir nánari
upplýsingar um þessar stefnur). Þessi plata innihélt beinskeytt rokk lög
en líka framsæknari lög eins og t.d. Phantom of The Opera. Sum laganna
voru líka í rólegri kantinum sem sýndi fram á fjölbreytni
hljómsveitarinnar. Textar Steve Harris voru dýpri en textar flesta metal
banda fram að þessu og þar að auki var hljóðfæraleikurinn sem og
söngurinn mjög góður. M.ö.o. þessi fyrsta plata Maiden varð strax klassísk.
Platan var vinsæl í Bretlandi og þá helst lagið Running Free. Þess
vegna fylgdi platan Killers eftir ári seinna. Fyrir þá plötu tók Adrian
Smith við gítarleikarahlutverkinu af Dennis Stratton.
Á Killers var hljómur Maiden þróaðari og þá kannski helst
gítarhljómurinn sem var spilaður af tveimur gítarleikurum, Adrian Smith
og Dave Murray. Platan var líflegri en sú fyrsta og sá Steve Harris
aftur um að semja næstum öll lögin. Platan var full af klassískum lögum
og var ekki bara vinsæl í Bretlandi heldur líka hinum megin við
Atlantshafið þökk sé fyrsta túr þeirra þar. Platan var sú síðasta sem
Paul DiAnno söng á en hann var að hætta í hljómsveitinni vegna
óstjórnlegrar áfengissýki sinnar.
Sá sem kom í stað DiAnno var Bruce Dickinson árið 1982 fyrir plötuna
The Number of The Beast sem að margra mati (greinahöfundur þar með
talinn) er besta plata Maiden og er án vafa ein af allra bestu
rokkplötum sögunnar.
Aðdáendur höfðu áhyggjur af því að það að missa DiAnno myndi bitna á
hljómsveitinni en í raun þá gerði það hana bara enn betri. Frábær söngur
Dickinson varð eitt af aðaleinkennum Maiden. Hljómur Maiden hélt áfram
að verða þéttari og betri og nú voru engin áhrif pönks greinanleg, þetta
var bara Heavy Metal. Það er ekki neinn veikur punktur á allri plötunni,
öll lögin eru klassísk en upp úr standa titillagið og lagið Run to the
Hills en þessi tvö lög eru einhver frægustu og áhrifamestu Metal lög
allra tíma enda algjör snilld.
Maiden breyttu voða litlu fyrir næstu plötu sína, Piece of Mind, enda
höfðu þeir orðið heimsfrægir fyrir Number of The Beast. Nýr trommari tók
þó við, Nicko McBrain en þessi skipan: Bruce Dickinson, Steve Harris,
Adrian Smith, Dave Murray og Nicko McBrain er af mörgum talin besta
meðlimaskipan Iron Maiden og hélst hún til 1990.
Piece of Mind var aðgengilegasta plata Maiden til þessa og um leið sú
melódískasta. Þetta var líka fyrsta platan þar sem fleiri en Steve
Harris koma að textagerðinni og á plötunni eru bæði beinskeyttir
slagarar eins og The Trooper og framsæknari lög eins og To Tame a
Land sem var byggt á vísindaskáldsögunni Dune. Í stuttu máli var
Piece of Mind fjórða klassík Iron Maiden.
1983 gáfu Iron Maiden svo út Powerslave. Ótrúlegt en satt, þessi plata
var enn ein klassíkin og stækkaði enn aðdáendahópinn sem hafði verið að
stækka með hverri nýrri plötu. Þrátt fyrir að hljómsveitin sé ekki beint
að víkka sjóndeildarhringinn þá er það ekki slæmur hlutur, þeir halda
áfram á sömu braut og fyrr og gera það með stæl. Platan inniheldur
klassísk lög eins og Aces High og 2 Minutes to Midnight og líka hið
13 og hálfrar mínútu langa Rime of The Ancient Mariner sem er byggt á
ljóði. Þannig voru þeir ekki uppteknir af því að gera aðgengileg og
útvarpsvæn lög eins og svo margar aðrar Metal hljómsveitir þess tíma.
Eftir þetta var Iron Maiden komin með trygga stöðu sem ein fremsta Metal
hljómsveit allra tíma með einstakan hljóm og fóru því að reyna að víkka
sjóndeildarhringinn á plötunni Somewhere in Time sem kom út árið 1986.
Vissulega var Somewhere in Time góð plata en miðið við fyrri útgáfur
tókst hún ekkert alltof vel. Hún nýtti sér hljómborð en það var mikið
gert á þessum tíma af Metal hljómsveitum til að reyna að höfða til
fjöldans. Iron Maiden fóru sem betur fer fínt í notkun græjunnar en
útkoman var ein vinsælasta plata hljómsveitarinnar. Samt sem áður voru
lög á henni sem virka eins og þau séu þarna til að ná hæfilegri lengd
fyrir plötuna, ekki vegna þess að þau séu svo góð og það hafði ekki
gerst hjá Maiden áður.
Seventh Son of a Seventh Son kom út árið 1988 og þar héldu Iron Maiden
sínu striki og gott betur. Á þessari plötu er sögð sagan af spámanni sem
reynir, án árangurs, að vara íbúa þorps eins við yfirvofandi hörmungum.
Þrátt fyrir það að platan sé svona ein heild er samt hægt að njóta allra
laganna í sitt hvoru lagi sem kom í veg fyrir það að platan félli, eins
og svona plötur gera oft. Platan var mjög vinsæl og fékk frábæra dóma en
mörgum finnst hún marka endalok besta tímabils Iron Maiden. Eftir þessa
plötu hætti líka Adrian Smith í hljómsveitinni, þó að hann myndi að vísu
koma aftur seinna.
Á No Prayer for The Dying, sem kom út árið 1990 er Janick Gers tekinn
við hlutverki Adrian Smith á gítarnum. Þessi plata var aldrei talin
neitt sérstök og með henni fór frægðarsól Iron Maiden að síga í
Bandaríkjunum þó að hún styrkti stöðu þeirra annars staðar í heiminum.
Platan reyndi að fara aftur að rótum Iron Maiden og spila tónlist sem
minnti á fyrstu plötur sveitarinnar. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun þá
er hún ekki hátt skrifuð.
Árið 1992 kom svo platan Fear of the Dark út en það varð síðasta plata
Bruce Dickinson, a.m.k. í langan tíma, en hann sagði að honum hefði
fundist sveitin hafa runnið sitt skeið. Fear of the Dark er ágætis plata
og seldist betur en nokkur önnur plata þeirra til þessa. Hún innihélt
nokkur mjög fín lög en inn á milli önnur mun verri og því jafnaðist hún
aldrei á við gamla efnið.
Nú verður farið hratt yfir sögu. Árið 1995 tók Blaze Bayley við söngnum
fyrir Iron Maiden og söng inn á tvær plötur. Fyrst The X Factor, sem kom
út árið 1995 og svo Virtual XI sem kom út 1998. Hvorug platan seldist
vel enda fengu þær báðar dræma dóma. Flestir töldu á þessum tímapunkti
að sveitin væri búin, orðin þreytt og ætti bara að hætta því að hún var
svo langt frá því að hljóma jafn vel og 10-15 árum fyrr. Blaze Bayley
var svo rekinn úr hljómsveitinni eftir Virtual XI vegna þess að hann var
ekki vinsæll (enda Bruce Dickinson mörgum sinnum betri söngvari).
Draumurinn var samt ekki alveg úti enn, árið 1999 gengu Bruce Dickinson
og Adrian Smith báðir aftur til liðs við hljómsveitina fyrir túr og svo
gaf hljómsveitin aftur út plötu, Brave New World, árið 2000.
Brave New World þýddi endurreisn Iron Maiden þar sem platan var mjög góð
og gömlu meðlimirnir voru betri en þeir höfðu verið í yfir 10 ár. Platan
hljómar eins og hún haldi áfram þar sem Seventh Son of a Seventh Son
hætti og er á köflum jafn góð og mikið af gamla efninu. Þrátt fyrir
þetta er hún ekki nein Number of The Beast en samt sem áður alveg jafn
mikilvæg þar sem hún táknaði að Iron Maiden lifði og hafði tekist að
endurvekja neistann fyrir 21. öldina.
Árið 2003 kom svo platan Dance of Death. Hún eyðir öllum vafa um það að
meðlimirnir geti staðið sig jafn vel í spilamennsku og áður þrátt fyrir
aldurinn og þó að hún sé misgóð þá er hún á heildina litið frábært
framhald fyrir sveitina og hún færir hörðum aðdáendunum allt sem þeir
óska eftir.
Iron Maiden hefur átt langan og skrautlegan feril og unnið sig frá
botninum upp á toppinn, farið aftur niður og svo aftur upp. Þeir státa
af reynslu og hæfni sem er einstök og eru án vafa ein fremsta Metal
sveit allra tíma. Þess vegna eru þessir menn guðir í augum sumra og allt
sem tengist þessari hljómsveit eins og trúarbrögð fyrir þeim. Ef einhver
les þessa grein og er ósammála þá bið ég viðkomandi að muna að þessari
grein er ætlað að kynna fólk fyrir þessari hljómsveit og vekja fólk til
umhugsunar um það hversu mikilvægur atburður það er að hún ætlar að koma
hingað til lands til að spila fyrir okkur. Hún á ekki að kenna fólki
sögu Iron Maiden í smáatriðum þó ég voni að fólk hafi samt lært eitthvað.
Ég hvet alla til að kynna sér þessa sveit, hvort sem þeir hafa áhuga á
Metal eða ekki því hér er á ferðinni ein fremsta hljómsveit sögunnar,
ekki bara í Metal. Ef þú ert að byrja er líklega best að byrja á Best of
the Beast, sem er einn af mörgum best of diskum sem sveitin hefur
gefið út, eða þá á Number of the Beast. Síðan eru tónleikadiskar líka
oft góð byrjun en þeir hafa gefið út nokkra þannig líka, svo er bara um
að gera að skella sér á tónleikana og smitast af Maiden-bakteríunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)