12.9.2006 | 12:23
SAGA QUEEN
Brian May hefur sagt að honum hafi þótt nafnið Queen alveg hörmulegt til að byrja með en sættist á það eftir að hann fann hvað það festist í huga fólks, honum hafði líka alltaf þótt The Beatles ömurlegt nafn
Hljóðfæraskipan var til að byrja með þannig að Freddie söng og spilaði stundum á píanó, Roger spilaði á trommur og söng líka með, Brian spilaði á gítar og söng síðan líka með.
Fram í janúar 1971 voru margir bassaleikarar í hljómsveitinni en þá kom John Deacon fram á sjónarsviðið, hann fullkomnaði hljómsveitina að mati hinna, mjög góður bassaleikari og þar að auki var hann ekki þess líklegur að reyna stela senunni á tónleikum. Hljómsveitin tók sér nokkurra mánaða frí til að æfa og tók síðan til við að spila aftur, þeir spiluðu aðallega fyrir háskólastúdenta í London til að byrja með.
Fyrsta tækifæri hljómsveitarinnar kom þegar þeir voru fengnir til að prufa nýtt hljóðver, þar gátu þeir búið til prufuupptökur sem þeir sendu til sem flestra útgáfufyrirtækja. Að lokum fékk Queen samning við Trident Music sem sá um upptökurnar en síðan gaf EMI út plöturnar. Fyrsta plata Queen var tekin upp 1971-72 og síðan gefin út í júlí 1973, hún var einfaldlega kölluð Queen. Fyrsta platan vakti ekki gríðarlega athygli en í kjölfarið varð Queen upphitunarhljómsveit fyrir Mott the Hoople sem var frægust breskra hljómsveita á þessum tíma.
Queen II kom síðan út snemma árs 1974 og þar var kominn fyrsti smellur Queen, Seven Seas of Rhye. Queen hlaut silfurplötu fyrir Queen II.
Queen II kom síðan út snemma árs 1974 og þar var kominn fyrsti smellur Queen, Seven Seas of Rhye. Queen hlaut silfurplötu fyrir Queen II.
Þrátt fyrir að hafa gefið út þrjár plötur sem höfðu selst vel þá höfðu laun liðsmanna Queen ekki hækkað. Queen réð lögfræðinginn Jim Beach til að leysa sig frá samningnum við Trident. Eftir langar samningaviðræður þá slapp Queen en ekki án þess að þurfa að borga Trident miklar fjárhæðir. Queen samdi næst beint við EMI með aðstoð nýja umboðsmannsins John Reid. Fjórða plata Queen gerði þá endanlega að stóru nafni í tónlistarsögunni, A Night at the Opera innihélt lagið Bohemian Rhapsody sem hefur oft verið valið besta lag allra tíma og er það án vafa. A Night at the Opera var einhver dýrasta plata sem gefin hafði verið út. Platan hófst á kveðju til Norman Sheffield sem var yfirmaður Trident, þó að það standi ekki beint þá er undirtitill lagsins Death on two Legs "tileinkað...". Greinilegt hatur Freddie á Sheffield kemur fram í laginu, hann er kallaður holræsisrotta, hákarl og fleira. Sheffield íhugaði að fara í mál en hætti við (líklega borgaði EMI honum pening fyrir að hætta við það).
Bohemian Rhapsody setti breskt met sem stendur ennþá, 9 vikur í fyrsta sæti á listanum yfir söluhæstu smáskífurnar (Bo Rhap var líka í efsta sætinu í desember sem sýnir hve mikið seldist af laginu).
Líklega komu mestu áhrif Queen á tónlistarsöguna fram í tengslum við Bohemian Rhapsody. Queen hafði verið bókuð svo mikið að þeir komust ekki í þáttinn Top of the Pops, þeir ákváðu því að búa til myndband við lagið sem yrðu spilað í staðinn. Myndbandið við Bohemian Rhapsody er eitt fyrsta tónlistarmyndbandið sem hefur meiri frumleika en það að taka upp hljómsveit á sviði og það varð til þess að tónlistarmyndbönd komust á kortið.
Þann 18da september 1976 sló Queen met Rolling Stones í áhorfendafjölda á ókeypis tónleikum í Hyde Park, milli 150-200 þúsund manns komu þangað til að sjá Queen. Tónleikarnir voru haldnir sem þakkartónleikar en dagsetningin var ekki tilviljun, fimm ára dánarafmæli Jimi Hendrix.
Fyrsta desember 1976 hafði Queen átt að koma fram í BBC en komst ekki og í staðinn sendi EMI nýjustu hljómsveit sína í þáttinn. Sex Pistols hneykslaði Breta þetta kvöld og varð stórfræg fyrir fúkyrðaflauminn [dásamlegt orð].
A Day at Races var gefin út í desember 1976, platan sett met sem mest fyrirframpantaða platan frá EMI (EMI var plötufyrirtæki Bítlana þannig að það er stórt met).
Pönkið var komið af stað og Queen var stimpluð "búin að vera", Queen brást lítið við, eina sem hægt er að sjá að hafi komið í kjölfar pönkhættunar er að þeir settu gamla lagið Sheer Heart Attack á nýjustu plötu sína News of the World. Ef maður heyrir lagið Sheer Heart Attack þá gæti maður haldið að það hefði verið samið fyrir áhrif frá pönkinu en í raun var lagið samið á sama tíma og platan Sheer Heart Attack var tekin upp.
Tvö lög af News of the World, sem kom út 1977, þekkja allir, We are the Champions og We Will Rock You, þau voru yfirleitt spiluð saman og mynda í margra augum órjúfanlega heild. Það var samt ekki ætlun Queen heldur eitthvað sem útvarpsstöðvar fundu upp.
Jazz kom út 1978 og þar voru meðal annars lögin Bicycle Race og Don't Stop Me Now. Myndbandið sem Queen tók upp við Bicycle Race varð frægt, 50 naktar konur tóku þátt í hjólreiðakeppni
The Game kom út í byrjun árs 1980 á þeirri plötu var einn stærsti smellur Queen í Bandaríkjunum Another One Bites the Dust
Seinna á árinu 1980 gaf Queen út Flash Gordon sem inniheldur tónlist úr myndinni, platan seldist ekki mikið enda ekki algengt að slíkar plötur slái í gegn.
Queen gaf út Greatest Hits árið 1981 en sú plata var ein fyrsta plata sem hét því nafni og innihélt bara smelli (hits) og enginn aukalög.
Hot Space kom út 1982, hún var mjög "óQueenleg", hljómsveitin að skoða nýjar leiðir og aðdáendurnir voru ekki hrifnir. Á Hot Space var líka lagið Under Pressure sem var gert í samvinnu við David Bowie, það var síðasti smellur Queen í Bandaríkjunum á meðan Freddie var á lífi. Myndbandið við Under Pressure var bannað í Bretlandi vegna þess að þar sáust sprengingar frá Norður-Englandi og myndbandið við Body Language var bannað í Bandaríkjunum af því að þar sáust fáklæddir kvenmenn.
The Works kom út 1984 og þar slógu lögin I want to Break Free og Radio Ga Ga í gegn, frábært myndband við fyrrnefnda lagið hjálpaði því gífurlega en af einhverjum stórfurðulegum ástæðum var myndbandið bannað í MTV í Bandaríkjunum.
Árið 1985 var stórt ár fyrir Queen, spiluðu fyrir c. 250.000 manns í einu á Rock in Rio hátíðinni, þetta er að öllum líkindum stærsti mannfjöldi sem nokkur ein hljómsveit hefur spilað fyrir. Stærsti sigur Queen hefði hugsanlega aldrei komið til ef Spike Edney, sem spilaði á hljómborð á tónleikum með þeim, hefði ekki verið vinur Bob Gedolfs. Bob Gedolf var að skipuleggja stóra góðgerðtónleika og bauð Queen að spila þar en hljómsveitin var í fríi árið 1985 og hafnaði boðinu. Geldof gafst ekki upp heldur sendi Spike Edney til að sannfæra þá og það tókst. Queen fór ekki Live Aid til að kynna nýtt efni heldur til að gera Spike Edney greiða og í þeim anda þá heimtuðu þeir ekki besta tímann heldur tóku því sem bauðst. Það getur enginn neitað því að Queen og sérstaklega Freddie áttu tónleikana. Bob Geldof orðaði það seinna: "þetta var fullkomið svið fyrir hann, allur heimurinn".
Eftir Live Aid gaf Queen út One Vision sem kom síðan í myndinni Iron Eagle. Í september 1985 byrjaði Queen að vinna lög fyrir mynd Russell Mulcahy, Highlander. Lögin eftir Queen sem voru notuð í myndinni voru; A Kind of Magic, Princes of the Universe, One Year of Love, Who Wants to Live Forever og Gimme the Prize og þar að auki er lagið Don´t Lose Your Head greinilega samið fyrir myndina þó það hafi ekki verið notað. Queen tók þá ákvörðun að gefa ekki út lögin eins og þau komu fyrir í myndinni (sum voru bara hálfkláruð) heldur vinna þau áfram í fullbúin lög. A Kind of Magic var gefin út mitt ár 1986 og innihélt Highlander lögin og þar að auki One Vision, Friends will be Friends og Pain is so Close to Pleasure.
Til að fylgja eftir A kind of Magic lagði Queen í tónleikaferð sem var ekki stór af því að hún kom við á mörgum stöðum heldur var hún stór af því að það var spilað fyrir yfir milljón manns á rúmum tveim mánuðum. Einhvern tíman í ferðinni datt Freddie í hug að það væri flott ef hann kæmi inn á sviðið í krana. Krana var komið fyrir og Freddie gerði tilraun til að fara upp í honum á æfingu en hafði gleymt smáatriði, að hann var gífurlega lofthræddur, þegar Freddie kom niður leið honum ekki vel og kallaði kranahugmyndina heimskulega.
The Magic Tour fór líka bak við Járntjaldið og Queen spilaði á leikvangi í Búdapest, það voru sögulegir tónleikar, fyrsta skipti sem stór rokkhljómsveit hélt stóra tónleika í Austur-Evrópu. Búdapesttónleikarnir voru kvimyndaðir að gefnir út seinna undir titlinum frumlega Live in Budapest.
Það var ákveðið að spila bara þrisvar sinnum á Englandi á Wembley í London og í Manchester en af því að allir tónleikarnir gengu svo vel þá var ákveðið að bæta við einum tónleikum. Það var of seint til að fá Wembley aftur þannig að Queen spilaði í Knebworth Park fyrir framan 140.000 manns sem borguðu sig inn og og líklega 50.000 í viðbót sem laumuðust þangað líka, það var lítið gert í miðavörslu. Áhorfendafjöldinn og umferðarteppan var svo gífurleg að Queen þurfti að ferðast þangað með þyrlu. Stærstu tónleikar Queen voru líka síðustu tónleikar þeirra með Freddie.
Queen tók sér frí 1987 og hver vann að sínu efni nema John sem slappaði bara af. Árið 1988 byrjaði Queen að vinna að The Miracle. The Miracle kom út árið 1989 og í anda þeirrar ákvörðunnar að skrifa öll lögin á Queen í heild sinni þá var umslagið 4 andlit sameinuð í eitt. Í fyrsta sinn í sögu Queen þá var ekki farið í tónleikaferð, það var að sjálfsögðu Freddie sem sá sér ekki fært að fara vegna veikinda sinna. Þó að Queen færi ekki í tónleikaferð þá tók hljómsveitin sér ekki frí heldur byrjaði á öðru albúmi.
Árið 1990 kom út myndband sem sýndi Queen á tónleikum í gegnum tímann Rare Live: A Concert Through Time and Space. Sama ár kom líka út albúmið Queen at the Beeb sem inniheldur upptökur af Queen á BBC í upphafi ferilsins. Freddie kom í síðasta sinn opinberlega fram árið 1990, Queen var valinn hljómsveit 9da áratugarins og til að sýna þakklæti sitt tóku þeir við verðlaununum í eigin persónu. Á þessum upptökum sést vel hve veikur Freddie var orðinn, grannur og fölur.
Innuendo kom út í febrúar 1991 og fór beint í fyrsta sætið í Bretlandi. Queen tók sér tíma árið 1991 til að fara aftur til Montroux og taka upp síðustu lög sín með Freddie. Þann 28da Október 1991 gaf Queen út Greatest Hits II sem fór beint í fyrsta sætið í Bretlandi.
Almenningur var byrjaður að líta á það sem staðreynd að Freddie væri sýktur af alnæmi og það kom því ekki á óvart þegar það kom tilkynning frá fulltrúum hans að hann væri með alnæmi þann 23. nóvember. Það kom hins vegar á óvart að strax daginn eftir þá lést Freddie Mercury úr lungnabólgu sem var óviðráðanleg vegna alnæmis.
Queen endurútgaf Bohemian Rhapsody stuttu eftir dauða Freddie og á b-hliðinni var lagið These are the Days of our Lives. Smáskífan fór á toppinn og í annað skipti þá réð Bohemian Rhapsody fyrsta sætinu yfir jólin. Ágóðinn fór til styrktar rannsóknum á alnæmi. Þegar Brit verðlaunahátíðin var haldin 1992 vann Queen hver verðlaunin á fætur öðrum og þegar Roger tók við verðlaunum fyrir hönd Freddie þá tilkynnti hann áætlanir sínar um Minningartónleika um Freddie.
Þann 20. apríl voru Minningartónleikarnir um Freddie haldnir á Wembley, allur ágóðinn fór í Mercury/Pheonix sjóðinn sem var stofnaður í minningu Freddie (Pheonix eða Fönix er fuglinn sem sést á skjaldarmerki Queen).
Án efa þá var þetta tónlistarviðburður 10da áratugarins á sama hátt og Live Aid var það á áratugnum á undan. Stærsti nöfnin í rokkinu voru þarna, vinir Queen og Freddie. Fjöldi þeirra sem sáu tónleikana um allann heim það gríðarlegur að það þurfti að telja hann í milljörðum. Árið 1995 kom síðasta alvöru albúm Queen, Made in Heaven, upptökur sem Freddie hafði skilið eftir sig fullunnar af Brian, Roger og John.
Árið 1997 gáfu Roger, John og Brian út lag til minningar um Freddie sem hét No one but (only the good die young). Lagið kom síðan út á safnplötunni Queen Rocks sem inniheldur helstu rokklög Queen. Sama ár fluttu eftirlifandi meðlimir Queen The Show Must go on með Elton John í París á samkomu sem var haldin til minningar um fórnarlömb alnæmis.
Árið 1999 kom út Greatest Hits 3 með Queen og hún hefur hingað til selst ágætlega og remixið af Under Pressure hefur hlotið vinsældir.
Í apríl 1999 staðfestu Roger og Brian það að þeir myndu vinna saman að nýjum upptökum. Í lok árs 1999 var Bohemian Rhapsody valið besta lag árþúsundsins í stærstu könnuninni af þeirri tegund sem fór fram. Queen var valinn næstbesta hljómsveitin (á eftir Bítlunum)og Freddie var einn af tíu bestu söngvurum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.