Sölvi Blöndal vs. Bjössi Mínus

Sölvi Blöndal vs. Bjössi Mínus

 

Sölvi Blöndal úr Quarahsi og Bjössi úr Mínus með diktófón á kaffihúsi talandi um  tónleikaferðalög, tráma, stelpur, ofbeldi, ofbeldisfullar stelpur, ógeðslegar vinnur, eiturlyf, handleggsbrot, útlönd og Negra Norðursins.

solviogbjossi.jpg

Um það að eiga kærustu þegar maður er á túr                                      

Bjössi: Að fara á svona almennilegan túr er eins og að fara á rosa kúrs í félagsfræði. Hvernig ríaktarðu þegar þú lendir í svona aðstöðu? Hvað gerirðu þegar þessi kýlir þennan? Hvernig ríaktarðu þegar það eru bara tvö rúm og þið eruð sex ... skilurðu. Þið dragið, þið farið ekki að rífast.

Sölvi: Ég veit það, þetta getur verið rosalega erfitt og maður lærir margt. Þetta er ekki lítið mál, langt því frá.

Bjössi: Svo kemur maður heim og kærastan er búin að bíða ég veit ekki hvað lengi.

Sölvi: Maður verður bara eitthvað geðveikur!

Bjössi: Það er betra að eiga ekki kærustu þegar maður fer á túr.

Sölvi: Ég veit það. Ég átti kærustu síðast þegar ég fór á túr og það var bara allt annað, allt, allt annað. Maður þurfti alltaf að vera að hringja og svona.

Bjössi: Já, en þegar maður á ekki kærustu þá er það bara rokk og ról og fokkitt.

Um handleggsbrotinn Þröst

Bjössi: Síðasti staðurinn sem við spiluðum á var Manchester og þar lentum við í slag við fótboltabullur. Við vorum bara eitthvað uppi á hótelherbergi og langaði til að fara út að gera eitthvað, svo við fórum á næsta bar og það kom á daginn að þetta var mesta fótboltabullubúllan í bænum. Þröstur var í leðurbuxum og hlýrabol og um leið og hann mætir inn þá veður einhver gaur upp að honum og fer að dansa við hann og nudda sér utan í hann. Þröstur bara ýtir honum af sér og þá var þetta managerinn á staðunum.

Sölvi: Var þetta þá bara einhver fleimíng gey gæi?

Bjössi: Þetta var bara einhver fleimíng kreisí gæi sem var bara að reyna að fara í slag við Þröst. Við komum þarna inn, allir eitthvað ferlega rokkaðir, en gaurarnir þarna voru allir með kangool húfur ...

Sölvi: Voru þetta svona þögg gaurar.

Bjössi: Já, svona þögg, fokked öpp gaurar. Svo allavega ... Þresti var hent út og þegar við komum út þá er bara hringur utan um hann og hann svona með hendurnar á lofti. Þegar við komum út þá urðu gaurarnir frekar skrítinir. Þeir hafa kannski haldið að við myndum nefbrjóta þá eða eitthvað... en allavega, Þröstur kýldi gaurinn og braut á sér hendina og svo lagaði hann hana ekkert. Hann fór allan túrinn án þess að laga á sér hendina. Hann er svo kærulaus þessi hálfviti. Við alltaf bara – Hvað er þetta? Þá var beinið alveg bogið, alveg dúúúúúú. Svo förum við með hann til læknis og læknirinn bara ! Heyrðu, þú veist... þú ferð bara heim núna. Við erum að tala um að háræðarnar voru komnar í klessu og eftir svona mánuð hefði hann ekki getað notað hendina neitt lengur. Hann eitthvað hööö? Var búinn að bryðja tælenol í mánuð.

Sölvi: Hvernig er hægt að vera handleggsbrotinn í mánuð?

Bjössi: Æi hann var bara alltaf eitthvað ... Ég geri bara eitthvað í þessu seinna, fer til sérfræðings á morgun.

Um flugþreytu

Sölvi: Maður verður geðveikur af því að fljúga tíu sinnum í viku. Alveg fokking geðveikur. Maður fær ofskynjanir og allskonar þannig dót.

Bjössi: Jáh!

Sölvi: Maðurinn er ekkert gerður til þess að vera í þrjátíu og þrjúþúsund feta hæð.

Bjössi: Nei, það er bara í vissan tíma sem maður meikar það.

Sölvi: Einmitt!

Um leiðinlegan túrmanager

Sölvi: Við vorum að túra með leiðinlegasta túrmanager í heimi. Þetta var Ameríkani. Svona Ameríkani sem allir utan Ameríku elska að hata. Hann representeraði allt það versta við vondan Ameríkana.

Bjössi: Nei?!

Sölvi: Besta dæmið um þetta var þegar hann fékk kast út af mjólk sem var ekki búin að vera inni í ísskáp. Hann heldur að ef mjólk sé lengur en tíu mínútur utan ísskáps þá breytist hún í banvænan vökva.

Bjössi: Já, er það!?

Sölvi: Einu sinni skildi ég mjólkina eftir utan ísskáps og það voru allir ógeeeðslega tjillaðir á því, en þegar hann vaknaði þá snappaði hann og var tilbúinn til þess að ráðast á okkur alla. Við bara –Þú ert fokking geðveikur!!... og eftir það gekk gaurinn undir nafninu The Milk Fit Guy.

Um Ameríkana

Sölvi: Ameríkanar hugsa allt öðruvísi en Evrópubúar. Ef það er eitthvað vandamál í gangi þá hópa þeir sig alltaf saman og ræða um það fram og til baka, en við erum bara: –Við reddum þessu bara núna!

Bjössi: Nákvæmlega!

Um gras  úr epli

Bjössi: Einn gaurinn sem túraði með okkur um Bandaríkin var stór og feitur Mexíkani með tagl. Hann reykti sko alltaf gras úr epli. Hann gerði ekkert nema að vera freðinn.

Sölvi: Já, nákvæmlega. Það var einn svona með okkur.

Bjössi: Hann var bara alltaf freðinn.

Sölvi: Já, einmitt. Sá sem var með okkur var búinn að gera þetta í ellefu ár. Þetta var hans normal ástand. Ef hann væri ekki skakkur þá myndi maður verða stressaður, af því að þannig var hann óeðlilegur.

Um framtíðina og að lifa á þessu

Sölvi: Hvenær farið þið aftur út?

Bjössi: Sko, næst þegar við förum út þá förum við örugglega ekki að spila heldur bara svona bissness eitthvað.

Sölvi: Já.

Bjössi: Kynnast svona lawyers og svona fyrir Evrópu. Við erum með dreifingarsamning hjá Victory Records, síðan erum við í samningaviðræðum núna við ýmis fyrirtæki í Evrópu sem myndu þá bara sjá um Evrópu.

Sölvi: Er Victory ekki leibellinn hjá Mínus?

Bjössi: Ekki þannig séð. Við höfum eiginlega aldrei verið neitt ánægðir með Victory Records. Við erum náttúrulega bara hjá Smekkleysu. Undanfarið hálft ár til eitt ár þá er þetta búið að vera smá svona vesen með samninginn og við viljum fá nýjan umboðsmann. Bara dú it ræt. Við viljum fá einhverja peninga, bara aðeins að ... þú veist ... skilurðu ... Maður þarf að lifa á þessu sko, en ef tónlistarmenn ætlast til þess að fá að lifa á þessu þá kallar fólk þá bara freka.

Sölvi: Já, ég veit.

Bjössi: Þeir eiga bara að liggja í ræsinu, kannski fá ölmusu af og til.

Sölvi: Já, ég veit alveg ... þessi harðkjarna sena í dag, Mínus er eitthvað svona vúúúúú! Eitthvað svona dikks.

Bjössi: Já, við höfum alltaf verið dikks en okkur langar bara að gera þetta rétt núna, kýla bara á þetta.

Sölvi: Það er ekki þannig að ef einhver kallar mann hálfvita þá sé bara allt óver. Þú ert bara á þinni ferð og annaðhvort kemur fólk með eða ekki.

Bjössi: ... og ef ekki þá er maður bara að gera eitthvað vitlaust.

Sölvi: Nákvæmlega!

Um umboðsmenn

Sölvi: Þú átt að hætta að hlusta á fólkið í bransanum.

Bjössi: Er það?

Sölvi: Jaaááá, þetta er fólk sem tekur sjötíu prósent af öllu sem þú gerir og það verður einn fimmti af öllu sem þú vinnur þér inn.

Bjössi: Já, sjitt.

Sölvi: Spáðu í því skilurðu, það er meira en einn meðlimur í bandinu. En þetta er samt fínt ef þið eruð með góðan umboðsmann sem hefur eitthvað viðskiptavit og er að vinna vinnuna sína. Flestir umboðsmenn eru samt algerir fávitar. Þeir verða virkilega að skilja bandið og vita út á hvað það gengur, annars eiðileggja þeir eiginlega bara fyrir því. Ef einhver er að taka tuttugu prósent af tekjunum þínum þá skal hann FOKKING fá að vinna fyrir því!

Bjössi: Já vá, maður er ekkert að gefa fólki hundraðkalla fyrir að gera ekki sjitt.

Sölvi: Við vorum einu sinni með umboðsmann sem var svona eins og vond blanda af umboðsmanninum hans Joey í Friends og umboðsmanni Fraiser.

Bjössi: Hva? Gellan þarna?

Sölvi: Já, konan. Þetta er bara mest skerí fólk sem þú hittir skilurðu?! Eins og í einhverju sit-com. Alltaf með eitthvað Hollywood neim droppíng kjaftæði ... -Ég þekki þennan og þetta, svo þegar hann hittir þessa sem hann var að tala um þá er það bara –Ha? Hver ert þú?

Um mannrán og Led Zeppelin þotuna

Sölvi: Svo eru náttúrulega snillings umboðsmenn eins og umboðsmaður Led Zeppelin.
Bjössi: Peter Grant? Hann var snillingur. Ég hef lesið ævisögu túrmanagersins, þú verður að lesa hana! Þetta er magnað! Túr managerinn sá um allt maður. Rosalegur. Hann reddaði öllu, heróíni og kókaíni ...

Sölvi: Er það? Ég hélt að þeir hefðu alltaf átt að vera svo klín, ekki alveg klín en samt ekki heldur að taka Stones pakkann ...

Bjössi: Nei, blessaður maður. Jimmi Page var á heróíni í sjö ár. Hann var alveg hellaður.

Sölvi: Já, spáðu í þessu ... og þeir voru með þotu – Hey, við verðum að fara að dríf’okkur, við þurfum að ná þotunni okkar!

Bjössi: Já, þeir tóku líka fullt af fjórtán ára stelpum og flugu bara með þær í næsta bæ á þotunni. Þær síðan bara eitthvað ööööööö, far avei from hóm ... Við settum svona skilti á rútuna okkar að enginn undir 21 árs mætti fara í hana, hvorki stelpur né strákar. Þetta er bara svona í Bandaríkunum. Ef foreldrarnir koma og segja að hann eða hana hafi ekki langað til að fara þarna inn þá er hægt að súa þig fyrir mannrán.

Sölvi: Djösh!

Um kyntröll, gellur, grúppíur og Gauk

Bjössi: Hvernig hvaaaa ... hvernig var þetta hjá ykkur þarna, voru einhverjar grúppíur? Við þurfum aðeins að spæsidd upp! Voru einhverjar kellingar þarna?

Sölvi: Uuuuuuu, ég veit það ekki, hva ....

Bjössi: Fékk einhver að ríða, segðu bara já eða nei.

Sölvi: Já, það fékk einhver að ríða en ég náttúrulega er lofaður og loka augunum fyrir öllu svona.

Bjössi: Já, ég líka.

Sölvi: Mér finnst bara gaman að heyra sögurnar einu sinni.

Bjössi: Já, ég skil þig.

Sölvi: En sko, ég hef reyndar sagt það áður ... ekki þér reyndar ... en Gaukur, sem spilar stundum á bassa með Quarashi, hann var vinsælasti maður ferðarinnar! ... sem enn og aftur kemur inn á það að stelpur eru komnar með leið á söngvurum og gítarleikurum og vilja núna bara bassaleikara.

Bjössi: Er það!?

Sölvi: Það er eitthvað við þennan djúpa tón sem kemur þeim til. Allavega tókst Gauki að komast yfir konur af öllum kynþáttum, öllum trúarbrögðum, öllum ríkjum Bandaríkjanna og af allri stærð. Hann bara nýtur vinsælda hjá kvenþjóðinni á allan hátt.

Bjössi: Í þessu viðtali kemur hann semsagt út sem konungur grúppíanna.

Sölvi: Konungur grúppíanna!

Bjössi: Halelújah Gaukur! Halelújah!

Sölvi: Hann líka. .. stelpur bara ... sama hvernig þær eru, þær bara detta inn í hann. Þessvegna köllum við hann Negra Norðursins!

Bjössi: Hann er líka hress strákur, svona opinn og þannig.

Sölvi: Einmitt!

Um ást á Krumma

Sölvi: Hver er kóngurinn í bandinu Mínus?

Bjössi: Sko ééégggg, æi ég veit það eiginlega ekki. Frosti er náttúrulega rosa sætur, það er alltaf reynt við hann. Ég man að við vorum einu sinni eitthvað að labba og þá kom einhver stelpa og spurði hvað hann væri hár, bara svona til að brjóta ísinn. Ég hef bara aldrei kynnst öðru eins ... hahahahh ... Hvað ertu hár!

Sölvi: Krummi er náttúrulega svona rokk star, hann er alveg living it öpp.

Bjössi: Hann er living it öpp og hann er bara ... Hann er alveg ótrúlegur karakter og þessvegna elska ég hann.

Um slagsmál

Sölvi: Hahahaha ... eruð þið ekki alltaf að slást eða eitthvað? Hver slæst?

Bjössi: Sko, þessir sem slást það eru Þröstur og Krummi. Við fórum í smá slag í New Orleans. Það varð allt vitlaust þar ... Þröstur var eitthvað að labba ber að ofan og löggurnar eitthvað ... æi ... ég er hræddur um að segja of mikið.

Sölvi: Let it oll gó men!

Bjössi: Æi ég veit það ekki ... ég var allavega edrú. Ef þú ert handtekinn í Bandaríkjunum þá er hægt að senda þig með fyrsta flugi heim. Þröstur var bara ekkert að reyna að vera neitt soft við löggurnar og þeir voru bara komnir með hendurnar á byssurnar. Svo bara slapp hann allt í einu og ég skil ekki hvernig. Hann bara slapp!

Sölvi: Þröstur stendur eiginlega fyrir allri rokk sköddunuinni í bandinu.

Bjössi: Já vá, eins og þetta með hendina og svona. Hann er með glóðarauga núna ... það var stelpa sem kýldi hann!

Sölvi: Já, er það? Reyndar sko ... Steini hefur lent í þessu líka. Stelpur nefninlega sko, ef maður fer yfir einhverja vissa línu, þá er maður bara buffaður!

Bjössi: Já, ég veit það.

Sölvi: Steini var eitthvað að rugla í einhverjum kvenmanni og það komu bara fimm og buffuðu hann bara, sátu á honum. Hann kom bara hlauuupandi út af Prikinu og þurfti bara að keyra út úr bænum maður!

Bjössi: Ég lenti líka í þessu einu sinni. Ég var bara að keyra eitthvað með Andra og svona stelpur ... þær gera þetta kannski ekki eins mikið í dag ... en þegar þær eru svona sautján, átján ára þá verða þær oft alveg rosalega emósjónal þegar þær drekka. Fara stundum bara að gráta og svona.

Sölvi: Já, já.

Bjössi: Ég var eitthvað að spá í þessu og labba upp að einni stelpu sem situr svona niðri, pikka eitthvað í hana og spyr – Af hverju fara stelpur alltaf að gráta. Þá er hún að gráta maður og horfir á mig og segir ógeðslega agressív – Hva, ert þú eitthvað að segja að ég sé að gráta!? Og ég alveg –Neineinei ... neinei. Svo stendur hún upp og kýlir mig bara og áður en ég veit af eru allir vinir hennar komnir og allar vinkonur hennar og allar stelpurnar á Laugaveginum og þær fara allar að hlaupa á eftir mér. Ég var alveg að hlaupa maður ... þetta var svona eins og í Benny Hill, manstekki?

Sölvi: Jú, jú...

Bjössi: ... og ég hleyp svona áfram niður Laugaveginn og tókst að fela mig í runna en svo kemur þessi stelpa með vini sínum og hann rífur mig svona upp á hálsinum og ég var alveg í lausu lofti. Þetta var alveg rosalegt! Þessvegna get ég alveg verið mjög hræddur við kvenmenn. Kvenmenn geta alveg verið mjög vondir.

Sölvi: Já, ég er með kenningu um þetta. Ef þú lest Njálu, þar eru bara blóðþyrstar konur sko. Hallgerður Langbrók og svona.

Bjössi: Ég held að þetta hafi ekkert breyst.

Sölvi: Ég held að það sé alger misskilningur að karlar séu eitthvað meira agressívir en konur. Þeir bara pæla kannski aðeins minna í því. Bara kýla næsta mann, en þær svona – Ég ætla að drepa þig, en ég ætla að hugsa ógeðslega vel um það og gera það ógeðslega kúl.

Bjössi: Það er miklu meiri niðurlæging. Hvað þá þegar allir sjá það! Konur eru samt alveg yndislegar ... hahaha ... Þú ert lofaður er það ekki?

Sölvi: Jú, ég er lofaður.

Bjössi: Ertu búinn að vera það lengi?

Sölvi: Neeei, ekki lengi.

Bjössi: En er Sölvi hamingjusamur?

Sölvi: Jaaaááá ...

Bjössi: En er Sölvi hamingjusamur í rokkinu?

Sölvi: Jaaaááá, þetta er hark, en þetta er samt skárra en t.d. að vera markaðsstjóri hjá einhverju netsíðufyrirtæki, eða fasteignasali, eða að vera í Viðskiptaháskólanum.

Stundum spyr maður sig af hverju er maður að harka í þessu fyrir svona lítinn penging, en ef maður vildi græða pening þá myndi maður bara gera einhverja klámsíðu.

Um ömurlegar vinnur

Sölvi: Hvað gerirðu, fyrir utan það að vera í bandi?

Bjössi: Ég var að vinna á leikskóla, en núna er ég að kenna nokkrum fjórtán ára strákum á trommur. Það er frábært. Þeir bara byrjuðu að hringja í mig, svo setti ég upp nokkrar auglýsingar og núna er ég kominn með sjö nemendur. Þetta er bara gaman. Ég er reyndar búinn að gera ógeðslega mikið, er meistari í ömurlegum vinnum. Ég hef unnið hjá allavega fjórum múrurum... og þar hef ég alltaf verið kallaður “strákurinn” – Strákurinn á að geridda ... strákurinn ... svonah! ... Hjá bænum ... Svo vann ég í Sómasamlokum ...

Sölvi: Sómasamlokum?

Bjössi: Já, Sómasamlokum. Það er örugglega það versta sem ég hef gert. Ég steikti örugglega sjöhundruð hamborgara á dag.

Sölvi: Talandi um vond störf.

Bjössi: Sómasamlokur, það var það versta. Yfirmaðurinn minn var mjög vondur við mig. Til dæmis fór ég einu sinni á grímuball, var klæddur sem kona og fór að tala við kúnnana og daginn eftir ætlaði yfirmaðurinn að reka mig af því að hann hélt því fram að ég hefði verið að reyna við kúnnana. Ég var reyndar mjög kvenlegur. Svo hef ég unnið hjá Landspítalanum, í uppvaski.

Sölvi: Hey, ég líka!

Bjössi: Ég var reyndar á Landakoti.

Sölvi: Já, ég var á Landspítalanum. Þetta var fokking helvíti. Taktu músikina hans Harðar Torfa og hentu saman við einhverju Færeysku dralsi og þá ertu kominn í pjúra helvíti. Þetta er það versta sem ég veit um. Seinna var ég hækkaður í tign og var settur á vaktina. Þá var ég látinn sendast með piss og flytja lík ...

Bjössi: Hefðurðu flutt lík?!

Sölvi: Jájá ...

Bjössi: Nautsjh ...

Sölvi: Svo vorum við félagi minn einu sinni sendir til að ná í fót og henda honum í ruslið. Fóturinn var geðveikt þungur.

Bjössi: Og var hann í poka?

Sölvi:: Já, já, í poka, innsiglaður og svona. Þú myndir aldrei trúa því hvað einn fótur er fokking þungt fyrirbæri.

Bjössi: Sjiiittthhhh...ohhhh...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband