BÓLFÉLAGA REGLUR!

Það eru nokkrar reglur sem verða að vera í heiðri hafðar þegar fólk ætlar að vera í bólfélaga sambandi. En það er EIN regla sem skiptir öllu máli; það er að vera búin að ræða saman um fyrirkomulagið áður en þið sofið saman. Ef þið klikkið á því þá er hætt við að annaðhvort ykkar endi sært útí horni í bleikum kjól að skrifa ljóð, með Nick Cave á fóninum; og trúiði mér að þetta gerist.

En fyrst vil ég beina þeim tilmælum til þeirra sem geta ekki átt bara bólfélaga og fólks sem ekki tekur ábyrgð á tilfiningum sínum, er óheiðarlegt eða reynir að kenna öðrum um hvernig því líður að hætta bara að lesa hérna. Ef þú ert í þessum hóp höfðar þetta ekki til þín á nokkurn hátt...

Ef þú ert enn að lesa þá vil ég byrja á að segja að ég er að lýsa minni skoðun, og það þarf ekkert að vera að þú sért sammála mér á nokkrun hátt. Og ef svo er þá er það bara þitt mál, en endilega komdu þá með "comment" á það hverju þú ert ósammála eftir lesturinn!!! 

Áður en þið byrjið á "hitaeiningabrennslunni" þá skuluð þið tala saman og vera með það hreinu að þið erum bæði að fara að stunda kynlíf en eruð ekki að vonast til að það verði eitthvað meira úr þessu (en það gerist stundum og ég tala um það á eftir). Fyrst að þið getið verið nakin að veltst um í sveittu kynlífi þá myndi maður nú halda að það ætti ekki að vera vandamál að ræða saman áður! Þetta er mjög simple þið bara segið við hinn aðilann: mig langar til að sofa hjá þér en ég er ekki að leita eftir föstu sambandi!!!! Þetta er langbesta leiðin til að koma í veg fyrir allan misskilning, og svo eru líka miklu meiri líkur á að þið skemmtið ykkur helmingi betur á meðan á eróbikinu stendur! Þú verður að setja ákveðnar reglur og það þýðir ekki bara að hugsa um þær, þú verður að segja hinum aðilanum frá þeim (hann eða hún kann ekki að lesa hugsanir).

En svo kemur það líka stundum fyrir að hlutirnir breytast; annar aðilinn fera að finna fyrir tilfinningum og verður "hrifinn" og fer að vona að hinn aðilinn verði hrifinn líka. Það er mjög einfalt meðal við þessu og það er að TALA SAMAN!!! Ef þú kemur ekki hreint fram þá verður þú sár, og í staðinn fyrir að bera ábyrgð á tilfinningum þínum ferðu að vonast til að þér takist að sannfæra hinn í sambandinu um að finna sömu "tilfinningar" og flytur ábyrgðina á þínum tilfinningum yfir á hinn aðilann.

Ástæðan fyrir því að ég nota gæsalappir í textanum áðan er sú að ég held að í flestum tilfellum sé "tilfinningin" einfaldlega höfnunarþrá, eða að fólk sé haldið þeirri sorglegu meinloku að það geti látið fólk verða ástfangið af sér ef það sefur hjá því.

Þú getur ekki borið ábyrgð á slíku fólki. En þú getur aftur á móti verið skynsamur og haft augun opin og ekki sofið hjá einstakling sem þú sérð að er ekki í andlegu jafnvægi.

1. Talið saman áður en þið sofið saman

2. Ef þú ferð að finna einhverjar tilfinningar og þú ferð að vonast eftir sambandi, eftir að þið hafið rætt um að þið ætlið bara að vera bólfélgar segðu þá hinum aðilanum frá því eða slíttu bara sambandinu.

3. Þú berð ábyrgð á þínum tilfiningum. Ekki reyna að láta hinn aðilann gera það.

 P.S.

Það er ekki til neitt sem heitir tilfinningalaust kynlíf, þveröfugt. Því ég held að þú getir ekki stundað kynlíf með einhverjum sem þér þykir ekki vænt um, nema þú sért að misbjóða sjálfum þér. En það eru bara ekki sömu tilfinningar í spilunum og þegar þú ert í sambandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband